Úrslitin ráðast á toppnum í dag
Eyja_3L2A6269
Eyjamenn fagna marki. Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson

Lokaumferð Lengjudeildar karla fer fram í dag. Spennan er mikil fyrir leiki dagsins, en ÍBV er í bestu stöðunni að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu að ári. Liðið trónir á toppi deildarinnar með 38 stig. Fjölnir er með stigi minna og á líka möguleika að sigra deildina, en þurfa að stóla á að ÍBV tapi stigum.

Eyjamenn eiga útileik gegn Leikni Reykjavík á meðan Fjölnir fer til Keflavíkur, en Keflvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig. Allir leikir dagsins í deildinni hefjast klukkan 14.00. Farin verður hópferð á leikinn í Reykjavík í boði Herjólfs og Ísfélagsins og má búast við að Eyjamenn fjölmenni á völlinn.

Til stendur að hittast á “Álfurinn Hólagarði fyrir leik, hita upp og mynda alvöru stemmingu áður en stúkan verður máluð hvít, segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV sem hvetur stuðningsmenn til að muna eftir góða skapinu. ,,Mætum öll í hvítu og gerum þetta að besta leik sumarsins,” segir í tilkynningunni.

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.