Ég vann í fiski í Vestmannaeyjum þegar ég var strákur, fór þangað tvö sumur, það var rétt eftir gos. Þetta er reynsla sem ég hef búið að síðan – og ég er hræddur um að fjölskylda mín sé orðin mjög leið á sögum frá þessari dvöl.En ég hef eiginlega ekkert komið til Eyja síðan þá – bara tvívegis og það mjög stuttlega.Nú er stutt að fara, bara að bruna í Landeyjahöfn á á einum og hálfum tíma og yfir til Eyja á 35 mínútum. Svo við skelltum okkur við Kári – mamma hans var upptekin við vinnu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst