Útsýnisstaur við Flakkarann

Það hafa eflaust margir rekið upp stór augu á sunnudagsrúnt sínum um nýja hraunið, nánar tiltekið á útsýnispallinn við Flakkarann. En þar hefur mátt sjá heljarinnar tréstaur standa upp á endann.

Þarna er á ferðinni hugvit og framkvæmdagleði Marinós Sigursteinssonar eða Mara pípara eins og flestir þekkja hann. „Hugmyndina fékk ég að láni frá Austurríki en slíkan “útsýnisstaur” sá ég á ferðalögum mínum þar,” sagði Mari í samtali við Eyjafréttir.

Mari með aðstoð fleiri góðra manna kom staurnum þarna fyrir á dögunum og hefur undanfarið verið að dunda sér við að bora göt á hann. „Götunum er ætlað að beina augum fólks að einstaka punktum í náttúru Eyjanna. Ætlunin er svo að merkja við hverja holu hvað þar er að sjá og fjarlægðina þangað,” sagði Mari sem vonaðist til að staurinn yrði merktur og kláraður í næstu viku. „Ég á enn eftir að bora nokkrar holur en þetta er alveg að hafast.”

Halldór B. Halldórsson var á staðnum á miðvikudaginn var og fylgdist með Mara og félögum bora nokkrar holanna. Myndband frá því má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.