Ef einhver væri búinn að haga sér eins og seðlabankastjóri væri ég búinn að reka hann, sagði útgerðarmaður á atvinnulífsþingi í Vestmannaeyjum í dag. Fram kom á þinginu að 100 manns hafa sótt um 6 laus störf hjá frystihúsi í Eyjum. Það er engan bilbug að finna á atvinnurekendum í Suðurkjördæmi, segir Árni Johnsen alþingismaður sem hélt sitt 6 atvinnulífsþing á Suðurlandi í Vestmannaeyjum í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst