Mæling á dýpi í Landeyjahöfn í gær sýnir að það vanti bara herslumuninn uppá að höfnin opnist. Vegagerðin vill þó ekkert gefa út um hvenær höfnin opnist. „Nei en það styttist mjög í það. Það borgar sig ekki að lofa neinu því veðrið er þannig á Íslandi, sjólagið og veðrið að við ráðum því lítið, “ sagði G. Pétur Matthúasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við RÚV í gær.
Ljóst er þó að enn þarf að dýpka en ölduhæðin er þó of mikil í augnablikinu fyrir Dísu en er ágæt næstu daga. „Spáin um ölduhæð er samt ekki góð í dag en eftir hádegi á morgun ætti að vera þokkalegar aðstæður, þrátt fyrir það mun Björgun reyna að dýpka í dag sé þess nokkur kostur,” sagði G. Pétur við Eyjafréttir í morgun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst