Vel heppnað þróunarverkefni HSU
fæst við offitu barna með markvissum hætti :: Kraftmiklir krakkar, ný lífsstílsmóttaka á heilsugæslu HSU fyrir börn með offitu, er brautryðjandi þróunarverkefni á landsvísu
27. ágúst, 2025
Vignir Sig Hsu Is
Stjórnandi verkefnisins er Vignir Sigurðsson, sérfræðingur í barnalækningum við HSU. Ljósmynd/hsu.is

Undanfarin misseri hefur Heilbrigðisstofnun Suðurlands unnið að þróunar- og rannsóknarverkefni fyrir svokallaða lífsstílsmóttöku fyrir börn á heilsugæslustöðvum í umdæminu. Verkefnið hefur yfirskriftina ,,Kraftmiklir krakkar” og hefur það markmið að fást við offitu meðal barna með markvissum hætti. Verkefnið hefur gengið afskaplega vel og mikil ánægja ríkir með verkefnið og árangur þess hjá bæði börnum og foreldrum. Farið er ítarlega yfir verkefnið á heimasíðu HSU. Lesa má umfjöllunina hér að neðan.

Lífsstílsmóttakan er brautryðjandi þróunarverkefni og ákveðin fyrirmynd á landsvísu. Vonir sérfræðinga HSU standa til þess að mögulegt verði að smíða handbók og staðlaða verkferla, þannig að hægt verði að bjóða upp á sambærilega lífsstílsmóttöku hjá öðrum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslustöðvum í landinu. Um er að ræða umfangsmikinn vanda, en áætlað er að tæplega 8% íslenskra barna á aldrinum 6-18 ára glími við offitu og miðað við að sá hópur telur nú um 58 þúsund einstaklinga, þá er eru það um 4.500 börn.

50 börn taka þátt

Aðferðafræðin var þannig að börn í 1., 4. og 7. bekk á Suðurlandi voru skimuð hjá skólahjúkrunarfræðingum í grunnskólum í umdæminu samkvæmt verklagi um heilsuvernd skólabarna. Börnum með offitu og foreldrum þeirra var síðan boðin þátttaka í rannsókninni, sem fól í sér sex viðtöl, fjögur til fimm við hjúkrunarfræðing og eitt til tvö við lækni yfir sex mánaða tímabil. Um fimmtíu börn og foreldrar þeirra tóku þátt í verkefninu, hvaðanæva í umdæminu.

Offita barna fer vaxandi

Forsaga verkefnisins er að offita barna hefur aukist hröðum skrefum undanfarin ár, bæði á heimsvísu og á Íslandi. Í dag eru tæplega 8% grunnskólabarna á Íslandi með offitu. Hlutfallið er um 10% á landsbyggðinni og um 6% á höfuðborgarsvæðinu og fer hvarvetna hækkandi. Þrátt fyrir að til séu klínískar ráðleggingar um meðferð við offitu eru engin þverfagleg þjónustuúrræði í boði í heimabyggð úti á landsbyggðinni. Eina úrræðið sem í boði er á Íslandi er Heilsuskólinn á Barnaspítala Hringsins í Reykjavík.

Öflugur hópur sérfræðinga

Stjórnandi verkefnisins er Vignir Sigurðsson, sérfræðingur í barnalækningum við HSU, en hann lauk doktorsnámi í barnalæknisfræði frá Gautaborgarháskóla árið 2021 með bólgusjúkdóma í meltingarvegi barna sem viðfangsefni. Vignir hefur umtalsverða reynslu af meltingar- og næringarvandamálum barna. Honum til halds og trausts hefur verið öflugur hópur heilbrigðisstarfsfólks þar sem fremstar í flokki fara hjúkrunarfræðingarnir Bjarnheiður Böðvarsdóttir og Þorbjörg Anna Steinarsdóttir og sérnámslæknarnir Íris Óskarsdóttir og Eyrún Anna Stefánsdóttir.

Bjarnheiður var nánar tiltekið að klára meistaraverkefni núna í vor sem lýtur að fýsileika og raunhæfi þess að setja upp lífsstílsmóttöku af þessu tagi. Leiðbeinendur Bjarnheiðar hafa verið annars vegar Vignir og hins vegar Árún Kristín Sigurðardóttir, prófessor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Í meistaraverkefni Þorbjargar Önnu er fyrst og fremst verið að skoða áhrifin af þessu sex mánaða íhlutunarverkefni á lífsstíl barnanna. Árún er einnig leiðbeinandi Þorbjargar Önnu.

Fyrrnefndar Íris og Eyrún Anna eru sérnámslæknar í heimilislækningum og eru báðar að vinna að verkefni sem tengjast lífsstílsmóttökunni. Íris og Eyrún eru þar einkum að skoða læknisfræðilega hlutann, sem er að meta stig efnaskiptavillunnar hjá börnunum og hver séu líkamleg einkenni hennar. Hvort það sé ógreindur sjúkdómur að valda offitu, til dæmis skjaldkirtilsbrestur, ógreindur kæfisvefn eða meltingarvandi. Teknar eru staðlaðar blóðprufur hjá börnum í 4. og 7. bekk eftir verklagi fyrir tímann hjá þeim sem þiggja það. Einnig er tekin nákvæm heilsufarssaga barnsins og nánustu ættingja og gerð læknisskoðun. Þeir krakkar sem greinast með efnaskiptavillu eða byrjandi efnaskiptavillu fá annan læknatíma og þá nýja blóðprufu þar sem er kannað hvort lífsstílsbreytinginn hafi haft áhrif á efnaskiptavilluna og er þá metið hvort að barnið þurfi að vera í eftirliti áfram í eftirliti og þá hjá hverjum, hjúkrunarfræðingi, heimilislækni eða barnalækni.

Alvarleg staða

,,Við erum með fjóra áhersluflokka þegar kemur að heildarmyndinni. Þar skoðum við svefn og skjánotkun, næringu, hreyfingu og andlega líðan. Staðan er alvarleg og stærð þess hóps barna sem glímir við offitu er mikið áhyggjuefni. Ég er í mínu starfi meðal annars að fást við mjög unga skjólstæðinga sem eru í lyfjameðferð við forstigum sykursýki, alveg niður í tíu til ellefu ára börn með fitulifur og aðra alvarlega fylgisjúkdóma offitu,” segir Vignir.

Í niðurstöðum meistaraverkefnis Bjarnheiðar kemur fram að meðferðin reyndist fýsileg og framkvæmanleg auk þess sem mikil eftirspurn var eftir þessari þjónustu og allir nauðsynlegir innviðir til staðar. Fjarviðtöl reyndust vel. Foreldrar og börn voru ánægð með meðferðina og hún uppfyllti væntingar þeirra.

Mikil ánægja hjá bæði börnum og foreldrum

,,Verkefnið hefur tekist vel, vakið mikla ánægju og staðið undir væntingum hjá bæði þátttakendum og foreldrum þeirra. Tilfinning mín er sú að árangurinn og ávinningurinn sé áþreifanlegur. Bæði krakkarnir og foreldrar þeirra eru afskaplega áhugasöm um þá hluti sem þau geta breytt til að bæta heilsuna. Það er vitaskuld varasamt að meta árangurinn einvörðungu af þyngdarmælingum og líkamsþyngdarstuðli yfir sex mánaða tímabil. Mestu máli skiptir nefnilega að það takist að breyta lífsstíl, venjum, svefni, næringarinntöku og líðan barnanna til frambúðar,” segir Vignir.

Hentug úrræði á heilsugæslu í heimabyggð

,,Markmiðið er að mæta stöðunni með aðgengilegum, hentugum og skipulögðum úrræðum í heimabyggð á heilsugæslu. Um er að ræða sex mánaða íhlutunarmeðferð, kennslu í lífsstíl áskorunum og kortlagningu jafnt andlegs sem líkamlegs heilbrigðis. Á þessum sex mánuðum áttum við okkur á alvarleika offitusjúkdómsins hjá skjólstæðingum og getum jafnframt sett það í samhengi við félagslegar aðstæður hvers og eins. Með þessum hætti öðlumst við skýra sýn á áframhaldið.

Í kjölfarið tekur ýmist við eftirfylgni hjá skólahjúkrunarfræðingi og reglubundin samtöl við bæði skjólstæðinga og foreldra eða áframhald meðferðarinnar á heilsugæslu, sem mætti segja að væri forvarnarstig og fyrsta stig þjónustu. Síðan kæmi tilvísun til barnalæknis eða í Heilsuskólann allt eftir atvikum og alvarleika vandans, sem væri þá annað og þriðja stig þjónustu. Í fullkomnum heimi væri hægt að veita flestum eftirfylgni á heilsugæslu með sérhæfingu í lífsstílsráðgjöf, í samstarfi við lækna, og aðila á borð við næringarfræðinga, félagsráðgjafa og sálfræðinga ef þörf krefur. ” segir Vignir.

Kraftmiklir krakkar mæta erfiðum aðstæðum

,,Í stigi tvö ertu komin með talsverð líkamleg einkenni offitu og oft þörf á lyfjameðferð og þar verða sérhæfð teymi með barnalækni að grípa inn í, en vandinn í augnablikinu er sá að þessi teymi eru fá á landinu. Þriðja stigið er síðan mjög alvarleg einkenni offitu og fylgisjúkdóma og þar er eina úrræðið Heilsuskóli Barnaspítalans á Landspítala með þverfaglegum teymum. Heilsuskóli Barnaspítalans ætti í rauninni einvörðungu að sinna erfiðustu verkefnunum. En af því að þjónustu á fyrri stigum skortir víða, þá er flestum vísað beint á Heilsuskólinn og biðlistinn þar af leiðandi gríðarlega langur. Við erum að reyna mæta þessu ástandi með Kraftmiklum krökkum og lífsstílsmóttöku barna hjá heilsugæslustöðvum HSU,” segir Vignir.

Fyrirmynd fyrir aðrar heilsugæslustöðvar

Að sögn Vignis standa vonir til þess að smíðuð verði handbók um þetta verkefni með stöðluðum verkferlum, þannig að hægt verði að setja upp sambærilega lífsstílsmóttöku hjá öðrum heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum í landinu. Samtal þess efnis er hafið við heilbrigðisráðuneytið. Vignir kveður verkefnið ekki mannaflafrekt í sjálfu sér heldur snúist það fyrst og fremst um betra skipulag og slípun verkferla. Flestar auðlindir í verkefninu eru til dæmis til staðar hjá HSU.

Niðurstöður meistaraverkefnis liggja fyrir

Í útdrætti meistaraverkefnis Bjarnheiðar segir meðal annars: ,,Unnið hefur verið að rannsóknarverkefni undanfarin ár hjá HSU með það markmið að kanna fýsileika þess að koma á fót lífsstílsmeðferð fyrir börn með offitu og foreldra þeirra á heilsugæslustöðvum HSU. Rannsóknin skoðaði eftirspurn, hlutfall þeirra sem ljúka helmingi meðferðartímans, mismun á staðbundnum- og fjarviðtölum með sömu breytum. Tilgangurinn var einnig að lýsa stöðu þessara barna með tilliti til lífsstílsþátta eins og svefni, mataræði, hreyfingu og líðan, sem og bakgrunni foreldra. Auk þess var skoðuð upplifun og ánægja foreldra og barna af meðferðinni.”

Fýsileg og framkvæmanleg meðferð, mikil eftirspurn

Spurningalistar um lífsstíl og líðan barnsins og bakgrunn foreldra voru sendir til foreldra í upphafi rannsóknarinnar. Eftir þriðja viðtalið svöruðu foreldrar spurningalista um upplifun þeirra af meðferðinni. Viðtölin fóru fram á öllum heilsugæslustöðvum innan HSU, en nokkrum stöðvum bauðst að fá viðtöl með fjarfundarbúnaði gegnum Heilsuveru.

Í stuttu máli sagt kemur fram í niðurstöðum Bjarnheiðar að meðferðin reyndist fýsileg og framkvæmanleg auk þess sem mikil eftirspurn var eftir þessari þjónustu og allir nauðsynlegir innviðir til staðar. Fjarviðtöl reyndust vel. Foreldrar og börn voru ánægð með meðferðina og hún uppfyllti væntingar þeirra.

Framundan

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ákveðið að halda áfram með Kraftmiklir krakkar lífsstílsmóttökuna eftir skoðun skólahjúkrunarfræðinga í heilsuvernd skólabarna og til eftirfylgdar þeirra sem það þurfa. Rannsóknarhópurinn heldur til Uppsala í Svíþjóð núna í vetur á ráðstefnu um offitu hjá börnum í Evrópu. Þar ætla Íris og Eyrún að kynna sínar fyrstu niðurstöður á algengi fylgisjúkdóma offitu hjá börnum. Þorbjörg stefnir svo á að verja meistararitgerð sína um árangur meðferðarinnar á lífsílsþætti í byrjun næsta árs. Að því loknu hefst vinna við útgáfu handbókar og verkferla til að auðvelda heilsugæslum á landinu að setja upp Kraftmiklir krakkar lífsstílsmóttöku á sinni stöð, segir í umfjölluninni á vef HSU – hsu.is.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Fors 10 Tbl 2025
10. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.