Goslokin þetta árið heppnuðust vel á allan hátt. Fjölbreytt dagskrá, gott veður og þúsundir gesta lögðust sitt að mörkum til að gera hátíðina sem besta. Í gær var síðasti dagur hátíðarinnar. Hófst dagskráin með Göngumessu frá Landakirkju að krossinum í gíg Eldfells. Þar flutti séra Viðar Stefánsson hugvekju. Þaðan var gengið á Skansinn þar sem boðið var upp á súpu og brauð að hætti Einsa kalda.
Eftir hádegið flutti Guðrún Erlingsdóttir fyrirlesturinn, Konur og gosnóttin í Sagnheimum og var aðsókn góð. Erindið byggir hún upp á viðtölum við konur af upplifun þeirra gosnóttina og fer lítillega yfir afleiðingarnar. Að erindi loknu gafst gestum í sal kostur á að tjá sig um upplifun þeirra af gosnóttinni. Guðrún hefur safnað frásögnum af upplifun, lífi og líðan íbúa vegna eldgossins 1973 síðastliðin sjö ár. Hún segir nauðsynlegt að safna eins mikið af sögum um hægt á meðan þeir sem upplifðu gosið eru enn til frásagnar.
Þetta myndaði Óskar Pétur en hann leit líka við hjá Villa á Bustó sem sýndi málverk heima hjá sér á Vestmannabrautinni. Líka á sýning Helgu og Páls í sal Tónlistarskólans.
Fjölmennnt var hjá Guðrúnu í Sagnheimum.
Vilhjálmur og Ragnhildur ánægð með sýninguna.
Helga og Páll sýndu í sal Tónlistarskólans.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst