Veldu Vestmannaeyjar
2. desember, 2020

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gert það að formlegri tillögu sinni að Vestmannaeyjabær hrindi af stað átaksverkefninu ,,Veldu Vestmannaeyjar”  sem miðar að því að kynna Vestmannaeyjar sem eftirsóknarverðan búsetukost fyrir einstaklinga og fjölskyldur með áherslu á þá sem geta sinnt störfum sínum í fjarvinnu frá Vestmannaeyjum.

Breytt íbúaþróun undanfarin 15 ár hefur leitt af sér töluverða fækkun barna á aldrinum 0 til 15 ára í Vestmannaeyjum eða um 22% á meðan að á landinu öllu hefur orðið aukning í sama aldurshópi. Mikilvægt er fyrir samfélagið að fjölga eggjunum í körfunni, bregðast við þeirri íbúaþróun sem samfélagið stendur frammi fyrir, auka fjölbreytileika atvinnulífsins, efla nýsköpun og grípa tækifærið sem auknir möguleikar á fjarvinnu vegna áhrifa heimsfaraldurs hafa veitt.

Lykilþættir verkefnisins

1) Auglýsingaherferð

  • Vel heppnuð auglýsingaherferð ferðamálasamtakanna, Vestmannaeyjar – alltaf góð hugmynd, útvíkkuð.
  • Vestmannaeyjar kynntar sem ákjósanlegur staður fyrir framtíðar búsetu.
  • Stuttar vegalengdir, engin umferðarteppa, tíminn er okkar dýrmætasti gjaldmiðill og þú færð meira af honum í Vestmannaeyjum.
  • Engir biðlistar í leikskóla, börn komast inn við 12 mánaða aldur, öflugur grunnskóli með metnaðarfullu starfsliði, framúrskarandi framhaldsskóli með fjölbreytta námsmöguleika ásamt ýmsum kostum á háskólanámi í stað- og fjarnámi.
  • Stutt í fjölbreytta náttúrufegurð og útivist.
  • Viðráðanlegt húsnæðisverð.
  • Öflugt og fjölbreytt íþrótta-, tómstunda- og menningarstarf í fremstu röð:
  • Fjölbreytt verslun og þjónusta
  • Náið samfélag, samhugur og samkennd einkenna samfélagið.

2) Tryggja tilvist fjarvinnustarfsstöðva
Vestmannaeyjabær hafi frumkvæði að því að til staðar sé hentugt húsnæði fyrir fjarstarfsemi. Ríkið býr yfir rúmgóðu húsnæði í sveitarfélaginu með góðri nettengingu sem e.t.v. væri hægt að fara í samstarf um að nýta í þessum tilgangi. Einnig væri hægt að tengja fjarvinnustöðvar við verkefni 3. hæðar Fiskiðjunnar og boðið slíkar stöðvar til útleigu sem gæti skapað tekjur fyrir Vestmannaeyjabæ.

3) Samráðsvettvangur háskólanema og atvinnulífs í Vestmannaeyjum
Í samstarfi við Þekkingarsetur Vestmannaeyja verði komið á samráðsvettvangi fyrir háskólanema og atvinnulíf í Vestmannaeyjum. Fyrirtæki geta sett fram verkefni sem þau hafa áhuga á að láta háskólanemendur vinna fyrir sig sem lokaverkefni og háskólanemar geta að sama skapi komið á framfæri áhuga um að vinna lokaverkefni á sínu sviði. Slíkt gæti komið á tengingum milli atvinnurekenda og háskólanema, aukið líkur á að háskólanemar sinni verkefnum sínum í tengslum við atvinnulífið í Eyjum og eykur líkur á að háskólanemarnir setjist þar að.

4) Vefsíða Vestmannaeyjabæjar
Hnapp verði komið fyrir á vefsíðu sveitarfélagsins: Viltu flytja til Vestmannaeyja? Hnappurinn vísar á vefsvæðið www.velduvestmannaeyjar.is þar sem fram koma upplýsingar á borð við:

  • Atvinnuauglýsingar í Vestmannaeyjum
  • Störf hjá hinu opinbera sem eru auglýst án staðsetningar
  • Hlekkir á fasteigna- og leigumiðlara
  • Hlekkur á lausar lóðir hjá sveitarfélaginu
  • Upplýsingar um leik-, grunn-, framhalds- og háskólanám sem hægt er að stunda í sveitarfélaginu, biðtíma og verð
  • Samráðsvettvangur atvinnulífs og háskólanema
  • Hlekkur á þjóðskrá um tilkynningu á flutning lögheimilis

5) www.velduvestmannaeyjar.is
Stofna og hanna vefsíðuna www.velduvestmannaeyjar.is sem hlekkur á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar myndi opnast á og þar væru áður umræddar upplýsingar og hlekkir. Búið er að tryggja að vefsvæðið er laust til notkunar.

6) Myllumerkið  #velduvestmannaeyjar
Nýtt á svipaðan hátt og ferðaþjónustan nýtir myllumerkið  #visitvestmannaeyjar. Bæjarbúar veita liðsinni í að auglýsa Vestmannaeyjar í gegnum myndmiðla, fallegar náttúrumyndir, afþreyingu ofl. sem gefa til kynna kosti samfélagsins.

7) Markviss umfjöllun um Vestmannaeyjar
Fjölmiðlaumfjöllun, greinaskrif og önnur umfjöllun sem styður við og fjallar um kosti sveitarfélagsins og vekur athygli á möguleikum þess.

Sköpum stöðugleika
Þær aðstæður sem eru uppi í samfélaginu sýna fram á mikilvægi fjölbreytts atvinnulífs en það skapar sveitarfélögum aukinn stöðugleika. Áhrif Covid19 hafa gefið fjarvinnu og fjarnámi aukið vægi og aukna möguleika og er mikilvægt að Vestmannaeyjabær láti sitt ekki eftir liggja í að vekja athygli á þeim ótvíræðu kostum sem búsetu í Vestmannaeyjum fylgir. Í samfélaginu er í boði úrvalsþjónusta sem er veitt af hálfu sveitarfélagsins, ríkisins, íþróttafélaga, þjónustufyrirtækja, félagasamtaka og íbúa sem saman hafa skapað það öfluga samfélag sem einkennir Vestmannaeyjar.

Tillaga um átaksverkefnið ,,Veldu Vestmannaeyjar” verður flutt á bæjarstjórnarfundi þann 3. desember n.k.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Helga Kristín Kolbeins
Trausti Hjaltason

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst