Verðandi fagnaði 85 ára afmæli

„Skipstjóra og stýrimannafélagið Verðandi í Vestmannaeyjum hélt upp á 85 ára afmæli sitt í Höllinni í Eyjum í gærkvöldi. Það var flott veisla, frábær matur hjá Einsa kalda, eins og skemmtiatriðin og veislustjórn Gísla Einarssonar,“ segir Ásmundur Friðriksson, alþingismaður á Fésbókarsíðu sinni í dag.

„Ég man vel þegar pabbi, Friðrik Ásmundsson var formaður þessa félags og síðar átti hann eftir að hafa mikil áhrif á menntun skipstjórnarmanna í Vestmannaeyjum. Hann var skólastjóri Stýrimannaskólans í 27 ár og líklega höfðu nær allir skipstjórar og stýrimenn í salnum notið handleiðslu hans sem frábærs kennara.

Með hæfni þessarra manna, reynslu og menntun hafa Vestmannaeyjar verið í forystu og leitt mörg mikilvæg skref í þróun útgerðar og fiskveiða frá því að vélbátaöldin hófst.

Ég óska félaginu og skipstjórnarmönnum í Eyjum til hamingju á þessum tímamótum. Þakka boðið og fyrir að fá að segja nokkurð orð og sögur,“ segir Ási og fylgja nokkrar myndir sem hann tók.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.