
„Skipstjóra og stýrimannafélagið Verðandi í Vestmannaeyjum hélt upp á 85 ára afmæli sitt í Höllinni í Eyjum í gærkvöldi. Það var flott veisla, frábær matur hjá Einsa kalda, eins og skemmtiatriðin og veislustjórn Gísla Einarssonar,“ segir Ásmundur Friðriksson, alþingismaður á Fésbókarsíðu sinni í dag.
„Ég man vel þegar pabbi, Friðrik Ásmundsson var formaður þessa félags og síðar átti hann eftir að hafa mikil áhrif á menntun skipstjórnarmanna í Vestmannaeyjum. Hann var skólastjóri Stýrimannaskólans í 27 ár og líklega höfðu nær allir skipstjórar og stýrimenn í salnum notið handleiðslu hans sem frábærs kennara.
Með hæfni þessarra manna, reynslu og menntun hafa Vestmannaeyjar verið í forystu og leitt mörg mikilvæg skref í þróun útgerðar og fiskveiða frá því að vélbátaöldin hófst.
Ég óska félaginu og skipstjórnarmönnum í Eyjum til hamingju á þessum tímamótum. Þakka boðið og fyrir að fá að segja nokkurð orð og sögur,“ segir Ási og fylgja nokkrar myndir sem hann tók.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.