Verkefni færð til Vestmannaeyja
Kristín Þórðardóttir settur sýslumaður í Vestmannaeyjum, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra og Sigríður K. Þorgrímisdóttir frá Byggðastofnun. mynd: Stjórnarráð Íslands

Dómsmálaráðherra og Samgöngu- og sveitastjórnaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um að færa verkefni við rafræna útgáfu á reglugerðarsafni frá höfðuðborgarsvæðinu til embættis Sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Verkefnið miðar að því að tryggja að rafræn útgáfa af reglugerðarsafni, sem birtar eru í B deild Stjórnartíðinda, verði uppfært jafnóðum á vefsvæðinu reglugerd.is.

Um er að ræða átaksverkefni til fimm ára til að byrja með en unnið er að heildstæðri greiningu á nýjum verkefnum fyrir sýslumannsembættin. Í þessu verkefni er miðað við að eitt stöðugildi sérfræðings sinni verkefninu og það fjármagnað að hluta með stuðningi úr byggðaáætlun við fjarvinnslustöðvar. Stefnt er að því að verkefnið hefjist á fyrri hluta þessa árs.

Greint var frá þessu á vef Stjórnarráðs Íslands

Nýjustu fréttir

Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.