Bjarráð fundaði í hádeginu í dag og eins og svo oft áður voru samgöngumál til umræðu. Bæjarstjóri kynnti nýjan samning um dýpkun í Landeyjahöfn. Hefur Vegagerðin samið við danska dýpkunarfyrirtækið Rohde Nielsen A/S um dýpkun frá 15. febrúar og út mars. Samningurinn gildir þar til umsamin vordýpkun tekur við. Rohde Nielsen A/S mun nota dýpkunarskipið Trud R við dýpkun í Landeyjahöfn.
Mikið framfaraskref
Bæjarráð fagnar enn einu skrefinu við að bæta dýpkun Landeyjahafnar. Í allan vetur hefur og verður dýpkunarskip til taks fyrir dýpkun hafnarinnar. Nú er búið að semja við dýpkunaraðila með öflugan tækjabúnað til að koma inní dýpkun hafnarinnar. Þetta er mikið framfaraskref.
Aukin þjónusta og sveigjanleiki
Bæjarráð tekur undir nýlega yfirlýsingu ferðamálasamtaka Vestmannaeyja og lýsir yfir ánægju með yfirtöku á rekstri Herjólfs og þá þjónustuaukningu sem sú ákvörðun hefur leitt af sér, augljóst er að rekstur heimamanna á ferjunni hefur leitt af sér aukinn sveigjanleika og aukinn skilning á þjónustuþörfinni og telur eðlilegt að Vestmannaeyjabær hugi að viðræðum um áframhaldandi rekstur eftir að samningi lýkur. Að sama skapi er ánægjulegt hversu vel nýja ferjan hefur reynst í siglingum bæði til Landeyjahafnar og Þorlákshafnar og að ferjan sé nú farin að keyra á raforku að hluta til. Nauðsynlegt er að fjölgun svefnrýma í nýju ferjunni verði lokið hið fyrsta.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.