Vestmannaeyjahlaupið – Opið fyrir skráningu til 21.00

Það stefnir í góða þátttöku í Vestmannaeyjahlaupinu sem ræst verður kl. 13.00 á morgun. Rétt í þessu höfðu 82 skráð sig en opið er fyrir skráningu á netskraning.is til klukkan 21.00. Veður í Eyjum var frábært í dag og spá fyrir morgundaginn er mjög góð. Vestmannaeyjahlaupið er nú haldið í tólfta sinn og hefur þrisvar verið valið besta götuhlaup ársins á hlaup.is. Í boði eru tvær vegalengdir, fimm og tíu kílómetrar.

Ekki skemmir að myndarleg  peningaverðlaun eru í boði. Þeir sem eru í  fyrsta, öðru og þriðja sæti í öllum flokkum fá verðlaun. Það eru stóru fyrirtækin í Eyjum sem gera þetta kleift og hæstu verðlaunin eru hundrað þúsund krónur fyrir tíu kílómetrana.

Tilvalið að taka Herjólf úr Landeyjahöfn kl. 10.45.

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.