Selfyssingar hafa endurheimt framherjann Viðar Örn Kjartansson frá ÍBV. Viðar er 20 ára gamall og lék síðast með Selfoss sumarið 2008 áður en hann gekk í raðir Eyjamanna. Hann lék 24 leiki í ÍBV treyjunni í fyrra og skoraði 7 mörk fyrir liðið. Í síðustu umferð Íslandsmótsins sleit hann krossbönd og hefur ekkert leikið síðan en batinn hefur verið framar vonum.