Eyjafréttir báru frétt um makrílsamning utanríkisráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur við Noreg, Bretland og Færeyjar um skiptingu aflaheimilda í makríl undir alla þingmenn kjördæmisins.
Í fréttinni kemur fram að með samningnum muni makrílvinnsla í Vestmannaeyjum leggjast af. Fyrst til að svara voru þingmenn Samfylkingarinnar, Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Víðir Reynisson sem eru nokkuð sátt.
„Við styðjum að Ísland hafi gert samkomulag um makrílveiðar við fjögur strandríki. Með því er hlutdeild Íslands í makrílveiðum viðurkennd í fyrsta sinn. Með samkomulaginu er stigið skref í átt að því að byggja upp makrílstofninn eftir áralanga ofveiði úr honum. Þannig eru langtímahagsmunir Íslands tryggðir,“ segja Ása Berglind og Víðir sem bætir við. „Ég held að enginn sé fullkomlega sáttur við samninginn. Þetta var besta niðurstaða sem náðist í þetta sinn. Einnig er nú talsverð óvissa um hvar aflinn verði unnin.“




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst