Vilja breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir
strandvegur_20240406_154642_min
Eigendur fasteigna á Strandvegi 89,91,93,95 og 97 óska eftir að breyta starfsemi á efri hæðum fasteignana. Eyjar.net/TMS

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í síðasta mánuði var tekin fyrir umsókn um breytta nýtingu á húsnæði á Strandvegi 89-97.

Fram kemur í fundargerðinni að Jón Gísli Ólason sæki um – fyrir hönd fasteignareiganda á Strandvegi 89-97 – breytingu á skipulagsákvæði aðalskipulags Vestmanneyja, til að heimila notkun 2-3 hæðar húsanna fyrir íbúðir.

Fram kemur í bréfi umsækjanda ósk um breytingu á skipulagsákvæði vegna deiliskipulags fyrir reit AT-1 með aðkomu að Strandvegi í samræmi við reit AT-5 þar sem stendur m.a.:

„Íbúðir eru heimilar á efri hæðum en skilyrt er að á jarðhæð skal vera atvinnustarfsemi. Núverandi íbúum, væntanlegum íbúum og öðrum hagsmunaaðilum skal vera ljóst að starfsemi á og við svæðið fylgja umsvif s.s. vegna umferðar, hávaða og lyktar, sem eðlilegt er að fylgi slíkri starfsemi innan þeirra marka sem starfsleyfi geta um.“
Í núverandi skipulagsákvæði stendur fyrir svæði AT-1m.a. að „Ekki er heimilt að breyta eldra atvinnuhúsnæði í íbúðir,“ en er óskað að þessu ákvæði verði breytt í samræmi við skipulagsákvæði fyrir svæði AT-5 og er meðfylgjandi þessu bréfi undirritað skjal fyrir hönd eiganda um breytta notkun á húsnæði fyrir Strandveg 89, 91, 93 95, og 97,

segir m.a. í bréfinu, en á 2. og 3. hæð verði möguleiki að útbúa íbúðir, 1-4 íbúðir á hæð, eða skrifstofuhúsnæði.

Í afgreiðslu ráðsins fól ráðið skipulagsfulltrúa að vinna að skipulagsbreytingu aðalskipulags þar sem ákvæði í aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 varðandi íbúðir á efri hæðum verði breytt til samræmis við skipulagsákvæði sem gildir á athafnasvæði AT-5.

Nýjustu fréttir

Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.