„Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag ríkið til greiðslu hátt í tveggja milljarða króna skaðabóta í tveimur málum sem Huginn VE-55 og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum ráku vegna tjóns, sem útgerðirnar urðu fyrir við útgáfu makrílkvóta á liðnum áratug.
Útgerðirnar byggðu kröfur sínar á því að ríkið væri skaðabótaskylt, þar sem ranglega hefði verið staðið að úthlutun makrílkvóta, annars vegar árin 2011-2014 og hins vegar 2014-2018. Minna hefði komið í hlut fyrirtækjanna en þeim hefði borið samkvæmt lögum,“ segir á mbl.is.
Upphaflega stefndu sjö útgerðarfélög ríkinu árið 2019 til greiðslu skaðabóta alls að upphæð um 10,2 milljarða króna. Fimm félaganna féllu frá málarekstri, Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes. Huginn og Vinnslustöðin héldu málunum hins vegar til streitu og höfðu sigur í dag.
Upphafleg krafa Vinnslustöðvarinnar 982 milljónum króna og Hugins 839 milljónum. „Í hlut Hugins komu samtals 466 milljónir kr., en einnig var fallist á skaðabótavexti frá 2015 og einstökum tímabilum og svo dráttarvexti frá 24. júlí 2021, auk 10 milljóna kr. í málskostnað. Ætla má að endanleg upphæð, sem ríkið þurfi að gjalda Hugin hlaupi á bilinu 7-800 milljónir kr.
Vinnslustöðinni voru hins vegar dæmdar samtals 517 milljónir kr. í bætur, skaðabótavexti og dráttarvexti líkt og í máli Hugins, auk 15 milljón kr. í málskostnað. Líklegt er að endanleg upphæð sé á milli 8-900 milljóna kr.“ segir í fréttinni.
Mynd Addi í London.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst