Undanfarna viku hafa staðið yfir viðræður milli Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar um bæði gjaldskrá og ferðaáætlun Herjólfs í Landeyjahöfn, sem áætlað er að opni 1. júlí næstkomandi. Í fyrstu bar mikið á milli hugmynda Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar en Elliði Vignisson, bæjarstjóri segist bjartsýnn á að niðurstaðan verði ásættanleg og að hægt verði að bóka far eftir 1. júlí um miðjan febrúarmánuð. Hann segir að fyrstu niðurstöður viðræðnanna ættu að liggja fyrir í vikulok.