Vonast til að geta haldið loðnuleit áfram í kvöld
Loðnubrestur kemur illa við samfélagið í Vestmannaeyjum.

Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir í samtali við fiskifréttir að tvö af skipunum í yfirstandandi loðnuleitarleiðangri hafi þurft að gera hlé á rannsókninni vegna veðurs. Þetta eru Heimaey VE og Polar Ammassak sem eru nú við Ísafjörð.

„Vonandi komast þeir út í kvöld eða með morgninum. Planið er að þeir haldi áfram í kantinum út af Vestfjörðum þar sem Polar þurfti að hætta. Heimaey myndi líka taka grunninn þar,“ segir Guðmundur.

Ásgrímur dekkaði austursvæðið

Þriðja leiðangurrskipið, Ásgrímur Halldórsson SF, hefur lokið sínum þætti. „Þeir eru búnir að dekka allt þarna fyrir austan og norðan sem við ætluðum að dekka,“ segir Guðmundur sem kveðst ekki geta sagt til um hvað hægt hefur verið að lesa í þær upplýsingar sem þegar hafi verið aflað. Það verði að bíða þar til farið hafi verið yfir öll svæðin.

„Það er ekki mikið eftir. Það tekur kannski sólarhring að dekka það,“ segir Guðmundur. Eftir það þurfa ekki að líða langur tími þar til hægt sé að gefa út niðurstöðu. „Það fer eftir því hvernig þetta lítur út og auðvitað er byrjað að vinna í því sem við höfum núna. Það gæti verið komið eitthvað á miðvikudaginn.“

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.