Við fögnum tímamótum í Akóges föstudaginn 30. desember kl. 17.00 þegar rétt 70 ár verða liðin frá því að 105 útvegsmenn í Vestmannaeyjum stofnuðu Vinnslu- og sölumiðstöð fiskframleiðenda og �??sameinuðust um fiskvinnslu til hagsbóta fyrir sig og byggðarlagið�??.
Á afmælisdaginn kemur út bókin Sjötug og síung, Vinnslustöðin 1946-2016, þar sem brugðið er upp svipmyndum í gamni og alvöru úr sögu fyrirtækisins, sem öðrum þræði er auðvitað þáttur í sögu sjávarútvegs á Íslandi og samfélags og mannlífs í Vestmannaeyjum.
Höfundurinn, Atli Rúnar Halldórsson, kynnir bókina og hvernig staðið var að verkefninu. Verið velkomin í afmæliskaffi og sögustund sjötugs og síungs afmælisbarns!
SJ�?TUG OG SÍUNG VINNSLUST�?ÐIN 1946-2016 – ATLI R�?NAR HALLD�?RSSON.