VSV - Rafmagnstafla fyrir flokkunarstöðina komin í hús
Hafist var handa í gær við að klæða þak nýju flokkunarstöðvarinnar við nýtt uppsjávarfrystihús Vinnslustöðvarinnar við Vestmannaeyjahöfn. Rafmagnstafla af stærri gerðinni kom í hús í vikunni. Allur vélbúnaður er kominn í hús flokkunarstöðvarinnar, færibönd og rennur. Nú liggur fyrir að koma þessu öllu saman fyrir á sínum stöðum og síðan tekur við lagnavinna og frágangur innan- og utanhúss.
�?etta kemur fram á vef Vinnslustöðvarinnar, vsv.is. �?ar segir að framkvæmdir eru nokkurn veginn á áætlun og þeim lýkur í júlí. Til stendur að bæta við þriðja pökkunarkerfinu í nýja uppsjávarfrystihúsinu til að auka þar afköst. Sérfræðingar eru væntanlegir frá Noregi af þessu tilefni og stjórna uppsetningu vélbúnaðarins.
Í uppsjávarhúsinu eru sem sagt tvö pökkunarkerfi, verða brátt þrjú og húsrúm leyfir að þau geti orðið alls fjögur ef svo ber undir síðar.
Aðalrafmagnstaflan á leið í hús. Mynd: Guðni I.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.