Stórsigur Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn, þar sem hann er með fimm bæjarfulltrúa á móti tveimur E-listans breytir eðlilega hlutföllum í ráðum og nefndum á vegum bæjarins. Áður var hlutfallið í fimm manna nefndum þrír frá meirihluta og tveir frá minnihluta. Nú eiga Sjálfstæðismenn rétt á fjórum fulltrúum en í bæjarráði, sem skipað er þremur fulltrúum, heldur E-listinn sínum.
�?egar kosið er í fimm manna nefndir og atkvæði falla þannig að annar listinn (D) fær fimm atkvæði og hinn listinn (E) tvö atkvæði þá fær D listi fjóra menn og E listi einn.
�?treikningurinn er einfaldlega að deila atkvæðunum í sætisröðina, þ.e. fyrsti maður D lista fær fimm atkvæði, annar maður 2,5 atkvæði, þriðji maður 1,67 atkvæði, fjórði maður 1,25 og fimmti maður eitt atkvæði. Fyrsti maður á maður E lista fær tvö atkvæði, annar maður eitt atkvæði og þriðji maður 0,67 atkvæði. �?annig er fjórði maður D lista með fleiri atkvæði á bak við sig, 1,25, en annar maður á E lista sem er með eitt atkvæði og nær því kjöri. Listi með fimm bæjarfulltrúa af sjö á því fjóra fulltrúa af fimm í fimm manna ráðum.
Í þriggja manna nefndum er það þannig að fyrsti maður D lista fær fimm atkvæði, og annar maðurinn 2,5. �?riðji maður fær tvö atkvæði E lista en þriðji maður D lista 1,25. �?ess vegna verður bæjarráð skipað tveimur sjálfstæðismönnum og einum fulltrúa E lista.