Yfir 430.000 með Herjólfi í fyrra
ferdamenn_farþegaskip_2023_opf_DSC_9937
Farþegar um borð í Herjólfi. Eyjar.net/Óskar Pétur

Nýtt met féll í farþegaflutningum á milli lands og Eyja í fyrra, þegar 431.215 farþegar fóru með Herjólfi. Þetta má sjá í tölum frá Herjólfi ohf.

Gamla metið var árið áður, en þá ferðuðust 412.857 manns með ferjunni. Það er því aukning á milli ára um 18.358 farþega. Þriðja besta árið var árið 2019 þegar ferjan flutti 355.639 á milli lands og Eyja.

Flestir ferðuðust með Herjólfi í júlí, en þann mánuð fóru með ferjunni rétt tæplega 90 þúsund manns.

Ef síðasti mánuður ársins í fyrra er skoðaður sérstaklega má sjá að þá fóru með ferjunni samtals 10.439 farþegar, en árið 2022 fóru í sama mánuði alls 13.347 manns með Herjólfi.

Hægt er að sjá farþegafjöldann skipt niður á mánuði í súluritinu hér að neðan. Smella má á súluritið til að opna það stærra.

https://eyjar.net/420-thusund-farthegar/

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.