Í dag kom út nýtt eintak af íþróttablaðinu Sport sem fylgt hefur Fréttablaðinu mánaðarlega frá því í febrúar. Að þessu sinni er blaðið, sem er 24 síður, helgað enska boltanum.
Meðal efnis er stórt viðtal við Hermann Hreiðarsson, leikmann Portsmouth, viðtal við Dean Ashton, framherja West Ham, Eggert Magnússon og stjórnarformann West Ham, Andy Gray, einn virtasta lýsanda Sky-sjónvarpsstöðvarinnar Fylgst er með Eiði Smára Guðjohnsen á púlæfingu í Laugardal, Heiðar Helguson, framherji Bolton, segir frá fimm erfiðustu andstæðingnum og Brynjar Björn Gunnarsson hjá Reading segir frá því hver eigi flottasta bíllinn og eyði mestum tíma fyrir framan spegilinn af liðsfélögum sínum.
Hægt er að nálgast pdf útgáfu af blaðinu á vefmiðli visir.is eða með því að ýta hér.
Myndin af Hemma prýðir forsíðu blaðsins og er tekinn af Adam Scott.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst