Að ganga suður á eyju og njóta þess fallega útsýnis sem þar er í boði er með því fallegra sem gerist. En þegar gengið er inn á svæðið þar sem fiskihjallarnir eru suður á eyju þá minnkar fegurðin snarlega. Fýlan og draslið er algjörlega til skammar og þegar komið er að hamrinum úr frá hjöllunum má sjá að eigendur þeirra sturta úldnum fiski þar fram af með tilheyrandi ýldu lykt og viðbjóði. Þetta athæfi er til algjörrar skammar. Hver ber ábyrgð á þessu?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst