Fimm skip til Eyja á rúmu ári

Uppbygging skipaflota Vestmannaeyinga fyrir milljarða króna stendur nú sem hæst. Í gærkvöldi bættist nýtt skip Bergey VE 544 við í flotann Bergey er fjórða skipið sem bætist við Eyjaflotann á rúmu ári og er að minnsta kosti eitt skip enn væntanlegt fljótlega. Það er útgerðarfyrirtækið Bergur Huginn í eigu Magnúsar Kristinssonar sem kaupir skipið hingað til lands frá Póllandi.

Það var fjölmenni sem tók á móti skipinu þegar það lagðist að bryggju, enda leggst það vel í menn að sýndur sé stórhugur í útgerð. En orkar það ekki tvímælis að fara út í svo stórfellda endurnýjun skipakosts þegar menn standa frammi fyrir skerðingu skerðingu þorskheimilda upp á 60. 000 tonn?

Bergey sem sigldi fremst í fylkingu skipa fyrirtækisins og er það önnur nýsmíðin sem bætist við skipakost þess á innan við 6 mánuðum. Bergey er systurskip Vestmannaeyjar VE 444 en það skip sigldi til hafnar í mars síðastliðnum og hefur reynst vel.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.