Stór dagur hjá ÍBV Iþróttafélagi

N.k. föstudagur verður stór dagur í sögu ÍBV Íþróttafélags. Í fyrsta lagi verður lokahóf yngri flokka félagsins í knattspyrnu í sal 2 í Íþróttamiðstöðinni, hófið hefst kl.15.00. Strax að loknu hófinu kl. 16.30, mun verða tekin fyrsta skóflustunga að nýju knattspyrnuhúsi, sem rísa mun vestan við Týsheimili.

Þorkell Sigurjónsson mikill áhugamaður um byggingu hússins mun taka fyrstu skóflustunguna ásamt tíu stelpum og tíu strákum úr yngstu flokkum félagsins.Strax að lokinni þessari athöfn hefst leikur ÍBV og Fjölnis í 1.deildinni. Leikur, sem getur skorið úr um úrvalsdeildarsæti að ári.

Um kvöldið kl. 20.30, verða síðan sumarlok knattspyrnumanna í Höllinni. Þar munu fara fram viðurkenningar fyrir sumarið og slegið á létta strengi.Íþróttaáhugafólk er hvatt eindregið til að fjölmenna og samfagna stórum áföngum í íþróttasögu Vestmannaeyja.

Nýjustu fréttir

Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals
Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.