Mig langar alltaf heim
2. október, 2007

www.eyjar.net heldur áfram að heyra í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorft þau hafa til Vestmannaeyja.

Að þessu sinni heyrðum við í Björk Guðnadóttur en Björk er búsett í Reykjavík sem stendur.

Nafn:
Björk Guðnadóttir (1978)

Fjölskylduhagir:
Bý með sjálfri mér.

Atvinna og menntun:
Ég kláraði Tölvu- og Upplýsingatæknifræði í HR og er nú að klára kennsluréttindin í KHÍ. Ég starfa hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins sem þjónustustjóri UTS (upplýsingatæknisviðs).

Búseta:
Reykjavík

Mottó:
Koma fram við náungan eins og þú vilt að komið sé fram við þig.

Ferðu oft til Eyja ?
Já ég mundi segja það, ég var t.d. meira og minna flestar helgarnar í eyjum í sumar. Enda stöðug eitthvað um að vera allt sumarið.

Telurðu það hafa mótað þig sem einstakling að hafa alist upp í eyjum?
Já tvímælalaust, náttúran og samfélagið.

Tenging við eyjarnar í dag:
Fjölskylda, vinir og fullt af ættingjum.

Fylgistu með því sem er að gerast í eyjum ?
Já mjög vel.

Hvernig finnst þér staða Vestmannaeyja í dag?
Ég kýs að vera bjartsýn og finnst margt vera á uppleið. En það er alltaf eitthvað sem þarf að bæta og má þar nefna fyrst og fremst samgöngurnar.

Hvar finnst þér sóknarfærin liggja fyrir Vestmannaeyjar?
Þau eru fyrst og fremst í bættum samgöngum. Ég tel einnig að fyrirtæki sem eru framarlega í upplýsingatæknigeiranum geti vel gengið í Eyjum líkt og í Reykjavík.

Sérðu fyrir þér á næstu árum að flytja til eyja?
Mig langar alltaf „heim“ en því miður sé ég ekki fram á að það sé að fara að gerast, atvinnutækifærin eru ekki mörg eins og staðan er í dag. Ég hugsa samt að það verði seint að ég afskrifi flutninga til eyja.

Gætirðu hugsað þér að stofna og reka fyrirtæki í vestmanneyjum?
Nei, fyrirtækjarekstur hefur aldrei heillað mig.

Ef að Eyjamenn þyrftu að fjármagna göngin að hluta til, myndirðu kaupa hlutafé í göngunum?
Ekki spurning.

Eitthvað að lokum?
Til hamingju með flottan vef: eyjar.net og gott framtak.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.