Heildarafli í september var 44.865 tonn. Er það helmingi minni afli en var í september 2006, þá var aflinn 87.199 tonn. Samdráttur var í afla flestra tegunda en hvað magn varðar munar mest um minni síldarafla í ár.
Í yfirliti Fiskistofu segir, að botnfiskaflinn í september 2007 hafi verið 28.639 tonn en aflinn var 37.840 tonn í september í fyrra. Þorskaflinn var 40% minni í nýliðnum september en í sama mánuði árið áður eða 8.601 tonn á móti 14.270 tonni í fyrra. Samdráttur var í afla flestra annarra botnfisktegunda, þó jókst afli í skötusel og löngu.
Landað var tæplega 14 þúsund tonnum af norsk-íslenskri síld í september 2007 en aflinn í september í fyrra var tæplega 48 þúsund tonn.
Heildarafli íslenskra skipa á árinu var orðinn 1110 þúsund tonn í lok september 2007. Það er tæplega 55 þúsund tonnum meiri afli en á sama tíma á síðasta ári þegar heildaraflinn janúar – september var 1055 þúsund tonn. Aukning í afla milli ára stafar af meiri loðnu- og markrílafla í ár.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.