Ég þurfti að fara upp á Bifröst um helgina. Það var vinnuhelgi en ég var að klára stærðfræði og byrja í Íslensku. Fór með seinni ferð Herjólfs á föstudag og þrátt fyrir gott veður var töluverð undiralda. Byrjaði á að fá mér kaffi og settist með góðu fólki og umræðan var eins og svo oft samgöngumál. Ég var ekki búinn með kaffibollann enda nýlögð af stað þá lít ég á klukkuna og segi:”Jæja, nú værum við komin í Bakkafjörubryggju”. Það sló þögn á fólkið.
Já, mikið væri það nú þægilegra sérstaklega fyrir þá sem eru sjóveikir. Ég er nú ekki mjög heitur í þessari baráttu milli þeirra sem vilja stytta siglinguna upp á land og þeirra sem vilja bara halda áfram að sigla til Þorlákshafnar. En maður hlustar á þegar menn benda á rök. Mér finnst það lágkúrulegt að segja að það séu bara þeir sem eiga sumarbústað í Landsveit sem vilja Bakkafjörubryggju.
Það var þó merkilegt að í þessari ferð föstudaginn 9 nóvember hitti ég fjölda fólks sem var að fara í bústað.
Magnús Bragason bloggar á http://maggibraga.blog.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst