Áður en knattspyrnufólk ársins var kynnt á mánudagskvöld veitti Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, 77 einstaklingum heiðursmerki KSÍ fyrir frábær störf í þágu knattspyrnunnar á Íslandi.
Alls hlutu 53 einstaklingar silfurmerki KSÍ og 24 hlutu gullmerki KSÍ. Frá Vestmannaeyjum fengu þeir Hjalti Kristjánsson og Viðar Elíasson silfurmerki KSÍ.
Hjalti hefur undanfarin ár verið þjálfari og framkvæmdastjóri KFS og einnig læknir yngri landsliða Íslands. Viðar hætti nýverið sem formaður knattspyrnuráðs ÍBV og einnig var Viðar lengi leikmaður ÍBV í knattspyrnu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst