Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Edda Andrésdóttir sendi frá sér bókina Í öðru landi – Saga úr lífinu fyrir stuttu en í bókinni segir hún frá þeirri upplifun sinni að horfa á eftir föður sínum hverfa inn í óminnisland Alzheimers-sjúkdómsins, þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt.
Í myndskeiði hér fyrir neðan segir Edda frá því hvernig sagan er ekki síst saga fjölskyldunnar, drauma og veruleika íslenskrar alþýðufjölskyldu á seinni hluta síðustu aldar, tíðaranda og minningarbrot frá liðinni tíð.
„… sneið af Íslandssögu, afar vel fram borin … Þetta er því margslungin bók: bernskuminningar, fjölskyldusaga og persónuleg sjálfshjálparbók fyrir þá sem finna aldurinn koma yfir sig. Þótt efnið sé í raun og veru hversdagslegt – tíðindalítil saga elskulegrar fjölskyldu – er bókin það sannarlega ekki.”
Silja Aðalsteinsdóttir / tmm.is
„Fallega skrifuð bók sem skilur eftir ljúfa tilfinningu. Bók sem kemur á óvart.”
Kolbrún Bergþórsdóttir / Ísafold
„Frábær bók … fyrir okkur öll … Fallega skrifuð … frá hjartanu … vekur til umhugsunar um eitthvað sem við köllum elli … sveiflar (þér) fram og aftur í tíma … gerir meistaralega vel.”
Hemmi Gunn / Bylgjan
„Áhrifarík saga um tímann og minnisveiki … góð gjöf sem Edda á þökk fyrir að skrifa … áhrifarík og persónuleg bók um mikilvægt málefni … opnar margbrotnar litlar gáttir inn í heim bernskuminninga sinna og sýn inn í lífsferð foreldra …”
Friðbjörg Ingimarsdóttir / Morgunblaðið
„… gúffaði alveg í mig bókina hennar Eddu Andrésdóttur … Mér þótti þessi bók alveg svakalega vel skrifuð og bara yndisleg í alla staði … ég mæli með bókinni hennar.”
Valdís Gunnarsdóttir / Bylgjan
„Ekki bara að hún er einstaklega vel skrifuð, með góðum lýsingum á tíðarandanum og ekki síst sjúkdómsferli föður … heldur get ég nýtt hana á svo margan hátt eins og í kennslu, fyrirlestrum og stuðningshópum fyrir aðstandendur … hrifin af ljóði Borges. Maður ætti að lesa það á hverjum morgni þegar maður vaknar!”
Hanna Lára Steinsson, félagsráðgjafi og framkvæmdastjóri Bjarmalundar – Ráðgjafarstofu um Alzheimer og öldrun
„[Edda er] svo vel pennafær … Fallega skrifuð bók … Margir hafa gaman af að lesa þessa bók.”
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan / RÚV
„Það er ofboðslegur vandi að skrifa um svona djúpar tilfinningar þannig að öðru fólki komi það við. En Eddu tekst það … Þörf og ákaflega vel skrifuð bók um föðurmissi og fortíðarleit.”
Gerður Kristný / Mannamál / Stöð 2
„Þetta er einstaklega fallega skrifuð bók. Við lesturinn hugsar maður með sér að höfundur sem hafi svo góða stílgáfu hljóti að hafa skrifað skáldskap.”
Kolbrún Bergþórsdóttir / 24 stundir
„{Edda} gerir þetta svo fallega … vekur mann til umhugsunar um lífið og tilveruna, hvernig það er að eldast … er fyrir alla.”
Þóra Sigríður Ingólfsdóttir / Samfélagið í nærmynd / RÚV
„… þó þetta sé bók um erfitt málefni og oft á tíðum þungbært – þá er þetta ljúf lesning … manneskjuleg bók.”
Sigmar Guðmundsson / Kastljós / RÚV
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst