Samkvæmt heimildum Eyjar.net hefur Ólöf Nordal ráðherra samgöngumála fengið í hendurnar áskorun frá þeim skipstjórum sem siglt hafa í Landeyjahöfn lengst af. Ekki er ólíklegt að þeir geti “hvíslað” af reynslu sinni – góð ráð í eyru ráðherrans en þeir hafa ekki verið hafðir með í ráðum þegar ný ferja hefur verið hönnuð.
Mun verða erfitt fyrir ráðherra að hafna því að hlusta á þeirra rök í málinu – því eins og Eyjar.net hefur oft bent á – þá eru það þeir, sem eru best til þess fallnir að segja til um hvort nýtt skip komi til með að tryggja siglingar í Landeyjahöfn nær allt árið og ekki fleiri en 10 dagar falli út með nýrri ferju.
Ráðherra hlýtur að fagna því að fá tækifæri til að ræða þetta mál við fagmenn sem þekkja aðstæður hvað best á svæðinu svo að ákvörðun um framhaldið verði sem farsælust fyrir ríki og bæ.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst