Áskorun til Ólafar

Samkvæmt heimildum Eyjar.net hefur Ólöf Nordal ráðherra samgöngumála fengið í hendurnar áskorun frá þeim skipstjórum sem siglt hafa í Landeyjahöfn lengst af. Ekki er ólíklegt að þeir geti “hvíslað” af reynslu sinni – góð ráð í eyru ráðherrans en þeir hafa ekki verið hafðir með í ráðum þegar ný ferja hefur verið hönnuð.

Mun verða erfitt fyrir ráðherra að hafna því að hlusta á þeirra rök í málinu – því eins og Eyjar.net hefur oft bent á – þá eru það þeir, sem eru best til þess fallnir að segja til um hvort nýtt skip komi til með að tryggja siglingar í Landeyjahöfn nær allt árið og ekki fleiri en 10 dagar falli út með nýrri ferju.

Ráðherra hlýtur að fagna því að fá tækifæri til að ræða þetta mál við fagmenn sem þekkja aðstæður hvað best á svæðinu svo að ákvörðun um framhaldið verði sem farsælust fyrir ríki og bæ.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.