Möguleikinn liggur á heimavelli

ÍBV mætir Sarpsborg08 í Evrópudeildinni á Hásteinsvelli í dag kl. 18.00 :: Fertugasti og fimmti evrópuleikur ÍBV :: Sá fyrsti hjá Sarpsborg :: Á annað hundrað stuðningsmanna fylgja

Í dag, fimmtudaginn 12. júlí kl. 18.00 fer fram stærsti leikur ÍBV síðastliðin fimm ár í Vestmannaeyjum eða allt síðan félagið mætti Rauðu Stjörnunni frá Serbíu árið 2013. Þá mætir Sarpsborg08 frá Noregi á Hásteinsvöll í fyrstu umferð, undankeppni UEFA Evrópudeildarinnar.

Varnarmaðurinn Orri Sigurður Ómarsson fyrrum leikmaður Vals gekk í raðir Sarpsborg08 í janúar og var lánaður strax til HamKam en er nú kom úr láni til Sarpsborg nú í byrjun júlí.

Þetta mun vera fyrsti evrópuleikur Sarpsborg08 frá stofnun félagsins 2008 og er því búist við að vel á annað hundrað stuðningsmanna fylgi liðinu frá Noregi. Liðið er ekki alls ókunnugt Íslendingum því fjölmargir Íslendingar hafa leikið með liðinu. Til að mynda Kristinn Jónsson, Ásgeir Börkur, Haraldur Björnsson sem og fyrrum leikmenn ÍBV, Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson.

Kristinn Jónsson núverandi vinstri bakvörður KR og fyrrum leikmaður Sarpsborg, segir ÍBV eiga góðan möguleika á stigi í Eyjum en að heimavöllurinn þeirra sé mjög erfiður en hann kom til Blika frá Sarpsborg08, rétt fyrir tímabil í fyrra. Hann segir liðið vera vel þjálfað af góðum þjálfara og ekki hafa tapað á heimavelli í langan tíma. Möguleikar ÍBV liggi því í að fara með sigur út til Noregs.

Þjálfarateymi Sarpsborg08

Getum farið alla leið
Geir Bakke, þjálfari Sarpsborg, sagðist á blaðamannafundi í Týsheimilinu í gær liðið hafa alla burði til þess að fara alla leið inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „ Já, ég held það. Við erum með mjög aggressívan leikstíl og ef við náum að loka þá inni og pressa hátt þá getum við unnið. En ef við gerum það ekki gætum við lent í vandræðum,“ sagði Geir. „Við höfum skoðað myndbönd af leikjum ÍBV og náð að greina leik liðsins nokkuð vel. Þeir eru mjög góðir í föstum leikatriðum, hornspyrnum og aukaspyrnum úti á köntum og þeir eru einnig fljótir upp völlinn þegar þeir vinna boltann við þurfum að varast það.“

Erum litla liðið í einvíginu
Evrópuleikurinn í dag verður sá 45. hjá ÍBV. Síðast mættu þeir Rauðu Stjörnunni frá Serbíu og endaði sá leikur 0-0, en 0-2 tap samanlagt eftir tveggja marka tap ytra.

Þjálfararnir Jón Óli Daníelsson, Kristján Guðmundsson og Sindri Snær Magnússon fyrirliði á blaðamannafundinum í gær.

„Við höfum skoðað skýrslur of myndbönd frá leikjum Sarpsborg og vitum því mikið um liðið. Þeir vilja pressa hátt og eru sterkir líkamlega. Klárlega líklegri aðilinn í leiknum,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV á blaðamannafundinum í gær. „Við vitum hvernig þeir spila, þeir gera það sem lið, verjast sem lið og pressa sem lið. Þeir eru einnig með mjög góða einstaklinga í liðinu. Það skiptir mig ekki máli hvaða leikmenn eru að spila við erum að spila við lið og verðum að spila sem lið.“

Kristján sagði ÍBV vera litla liðið í einvíginu en það væri þá alltaf möguleiki. „Þeir eru með atvinnumenn í öllum stöðum og því líklegri, við eigum þó möguleika og ætlum að nýta þá. Við þurfum að gera það á heimavelli, það er númer eitt að vinna heima.“

Á annað hundrað stuðningsmenn
Lið Sarpsborgar08 kom til Eyja í gær, miðvikudag en fjöldi stuðningsmanna fylgdi liðinu til landsins en gisti í Reykjavík og kemur yfir í dag. Ekki reyndist unnt að fá gistingu fyrir allan hópinn í Eyjum, en hann telur vel yfir hundrað manns. Það mun því reyna á Eyjamenn að sýna liðinu stuðning í þessum mikilvæga leik.

Forsala aðgöngumiða er í Axeló og Skýlinu. Og er verðið 2.000 kr fyrir eldri en 12 ára, 1.000kr fyrir 12 ára og yngri. Fullt verð við hlið er 2.500 kr. Ársmiðar, bakhjarl og aðrir afslættir gilda ekki á Evrópu og bikarleiki.

Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið