Fyrsta makrílfarmur sumarsins var landað í dag og var það Guðrún Þorkelsdóttir SU sem kom með hann. En Huginn er með Guðrúnu á leigu á meðan breytingar eru gerðar á skipi þeirra úti í Póllandi.

Guðmundur Ingi Guðmundsson skipstjóri sagði, í samtali við mbl.is að þeir hefðu veitt 160 tonn af makríl suður af Vestmannaeyjum í þremur hollum. „Við keyrðum bara á gaml­ar slóðir sem við þekkj­um. Þar var ein­hver fisk­ur. Við reynd­ar sigld­um að aust­an og prófuðum eitt hal á leiðinni og feng­um fisk þar.“

Makríllinn fer til vinnslu í Vinnslustöðinni þar sem vinnsla er að hefjast.