Það var eflaust mörgum sem brá í gær þegar sólin lét sjá sig enda farið lítið fyrir henni að undanförnu. Í dag má þó búast við henni aftur. Smá skýjahula er yfir þessa stundina en ætti hana að leysa þegar líður á daginn.

Ástæða þess er hæðarhryggur á Grænlandshafi sem þokast nær landinu. Hann verður svo kominn vel yfir land á morgun og ætti honum að fylgja talsvert sólskin og allt að 19 stiga hita sunnanlands.

Það er þó ekki líklegt að blíðan staldri lengi við því nýjar lægðir og úrkomusvæði nálgast.

Svona er spáin næstu daga:
Á þriðju­dag:
Hæg norðlæg eða breyti­leg átt og létt­skýjað á vest­an­verðu land­inu, en skýjað eystra og þoku­loft eða súld við strönd­ina. Hiti 10 til 19 stig, hlýj­ast sunn­an til.

Á miðviku­dag:
Hæg suðlæg átt og bjart með köfl­um, en dá­lít­il væta við suður- og vest­ur­strönd­ina um kvöldið. Hiti 12 til 17 stig að deg­in­um.

Á fimmtu­dag:
Hæg­ir vind­ar, skýjað með köfl­um og yf­ir­leitt þurrt, en áfram frem­ur hlýtt.

Á föstu­dag:
Sunna­nátt og rign­ing eða súld, en lengst af þurrt norðaust­an til. Milt veður.

Á laug­ar­dag:
Vest­læg eða breyti­leg átt og víða skúr­ir eða dá­lít­il rign­ing og kóln­ar lítið eitt.

Á sunnu­dag:
Útlit fyr­ir norðlæga átt með lít­ils hátt­ar vætu úti við norður­strönd­ina, en ann­ars bjart með köfl­um og frem­ur svalt.

Það er því um að gera að njóta á meðan er.