Felix Örn Friðriksson, varnamaðurinn snjalli hefur yfirgefið herbúðir ÍBV og hefur haldið til Danmerkur að láni. Þar verður hann kynntur til sem nýr leikmaður úrvalsdeildarliðsins Vejle á næstu dögum.

Felix Örn Friðriksson

Felix Örn er fæddur 1999 á að baki 54 leiki fyrir ÍBV og hefur skorað eitt mark. Auk þess á hann að baki tvo landsleiki fyrir A-landslið Íslands en einnig hefur hann leikið með yngri landsliðum

Velje er 55 þúsund manna borg á suðausturströnd Jótlands sem lifir á gamalli frægð og hefur fimm sinnum orði danskur meistari en síðast árið 1984. Þeir höfðu leikið í B-deildinni undanfarin átta ár þar til félagið komst upp í úrvalsdeildina á ný síðastliðið vor.