Heim­ir Hall­gríms­son, fyrr­ver­andi landsliðsþjálf­ari karlaliðsins í fót­bolta, hef­ur verið orðaður við sviss­neska stórliðið Basel að und­an­förnu. LaReg­i­o­ne í Sviss grein­ir frá því að umboðsmaður Heim­is hafi rætt við for­ráðamenn fé­lags­ins síðustu daga, en Basel rak Rap­hael Wicky á dög­un­um. Greindi mbl.is frá

„Ég hef ekki rætt per­sónu­lega við stjórn­ar­menn Basel en þetta er klár­lega áhuga­verður kost­ur. Hvaða stjóri sem er væri til í að taka við Basel,“ hef­ur miðill­inn eft­ir Heimi.

Heim­ir sagði sjálf­ur í viðtali við mbl.is eft­ir að hann hætti með landsliðið að hann hefði áhuga á að taka við fé­lagsliði er­lend­is, en Basel er lang­stærsta fé­lag Sviss. Birk­ir Bjarna­son lék með Basel við góðan orðstír frá 2015 til 2017.