Þann 21. september síðastliðinn var Alþjóða Alzheimerdagurinn. Alzheimersamtökin bjóða tenglum um land allt að koma til Reykjavíkur og verja deginum með þeim. Dagskrá byrjar snemma morguns á fyrirlestrum fyrir tenglana, eftir hádegi höfum við svo skoðað heimili fyrir heilabilaða og í ár skoðuðum við Maríuhús en það er dagdvöl fyrir heilabilaða. Dagurinn endar á málþingi sem Alzheimersamtökin standa fyrir. Málþingið var fullt af fróðleik um heilabilun, Guðni Th. forsetinn okkar setti málþingið fyrir hönd konu sinnar og í kjölfarið var talað um Lewy body sjúkdóminn, æðaheilabilun, að greinast ungur með heilabilun og á endanum var tekið stutt brot úr leikritinu „Ég heiti Guðrún“. Hægt er að sjá Málþingið á Facebook síðu og/eða heimasíðu Alzheimersamtakanna ásamt mörgum öðrum fyrirlestrum.

Alzheimersamtökin hafa þrjá tengla frá Vestmannaeyjum í sínum hóp.
Þórdísi Gyðu Magnúsdóttur (S:6904682), Sigrúnu Hjörleifsdóttur (S:6911477) og Iðunni Jóhannesdóttur (S:6901837).
Við hvetjum alla sem hafa einhverjar spurningar að hafa samband við okkur

Hvaða hlutverki gegnir tengill?

  • Að veita upplýsingar um Alzheimersamtökin, hlutverk þeirra og helstu heilabilunar-
    sjúkdóma
  • Að veita stuðning og ráðgjöf
    í sinni heimabyggð
  • Að stuðla að því að opna umræðuna um heilabilun
  • Að miðla reynslu sinni
  • Að tengja saman aðila í nærsamfélaginu
    o Aðstandendur
    o Fólk með heilabilun
    o Fagaðila
  • Að veita fræðslu

Aðstandendafundir eru annanhvern miðvikudag. Næsti fundur er 24. október kl.16.00 í safnaðarheimilinu.

þri16okt17:00Kvika: Alzheimerkaffi17:00