Vestmannaeyjabær og Villikettir ehf undirrituðu samning þann 17. október 2018. Markmið samningsins er að hlúa að villi- og vergangsköttum á starfssvæði og sporna við fjölgun.

Við framkvæmd verkefnis skv. samningnum skal þjónustuveitandi beita svonefndri TNR aðferð ( Trap-Neuter-Return) Aðferðin felst í því að villi og vergangskettir eru fangaðir í fellibúr, farið með þá til dýralæknis sem geldir högna og tekur læður úr sambandi . Dýrin fá að jafna sig inni í 1-7 sólahringa áður en þeim er sleppt.

Deild Villikatta í Vestmannaeyjum var stofnuð í lok árs 2017 og hefur frá þeim tíma haft afskipti af yfir 50 köttum og af þeim hafa 28 kettir/kettlingar farið á heimili og ein læða og 6 kettlingar eru hjá sjálfboðaliðum í fóstri núna og munu að lokum fara á heimili.

Vestmannaeyjabær hefur látið félagið í té húsnæði til afnota. Standa nú yfir endurbætur á því. Villikettir í Vestmannaeyjum leita eftir sjálfboðaliðum, starfið er fjölbreytt og skemmtilegt, veiða þarf kettina og koma þeim til dýralæknis, hugsa um þá meðan þeir eru í kotinu og einnig erum við með nokkra matargjafastaði sem þarf að sinna.

Stjórn Villikatta í Vestmannaeyjum.