Gert er ráð fyr­ir tæp­lega 53% aukn­ingu afla úr norsk-ís­lenska síld­ar­stofn­in­um á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins, ICES.

Breytt afla­regla leiðir m.a. til þess­ar­ar aukn­ing­ar, en eft­ir sem áður held­ur hrygn­ing­ar­stofn síld­ar­inn­ar áfram að minnka og nýliðun hef­ur verið slök um langt ára­bil. Árgang­ur­inn frá 2016 er þó met­inn yfir meðal­stærð.

Í sept­em­ber lagði ICES til rúm­lega 40% sam­drátt í mak­rílafla á næsta ári. Sömu­leiðis verður um sam­drátt í kol­munna­afla að ræða. Þá hafa mæl­ing­ar á stærð loðnu­stofns­ins hér við land ekki gefið til­efni til að gefa út afla­mark, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Mbl.is greindi frá