Í dag kl. 18.00 fer fram leikur ÍBV og Vals í Olísdeild karla í Vestmannaeyjum. Eins og alltaf þegar þessi lið mætast má búast við spennandi og skemmtilegum handboltaleik.

Valur er með einu stigi ofar en ÍBV í deildinni eins og staðan er í dag, þannig að með sigri kæmist ÍBV upp fyrir þá í töflunni. Val var spáð íslandsmeistaratitlinum fyrir tímabilið enda með svakalegan hóp.

Fyrir tímabilið gengu þeir Agnar Smári Jónsson og Róbert Aron Hostert til liðs við Val eftir að hafa staðið sig frábærlega fyrir ÍBV í gegnum tíðina, þannig að þeir mæta því rauðklæddir á sinn gamla heimavöll í dag.

Að loknum leiknum mætir ÍBV U, Val U í Grill 66 deild karla. En ÍBV U hefur enn ekki tekist að sigra leik á tímabilinu og eru neðstir, án stiga eftir fjóra leiki.