Norðsnjáldra rak á land í Klauf­inni í Vest­manna­eyj­um fyr­ir nokkr­um dög­um, trú­lega á sunnu­dag. Snjáldr­inn er af teg­und svín­hvela og held­ur sig yf­ir­leitt á djúp­sævi langt frá landi. Sjald­gæft er að dýr af þess­ari teg­und reki hér á land. Ann­ar slík­ur fannst þó á Snæ­fellsnesi síðasta vet­ur, en sá fyrsti við Breiðdals­vík 1992.

Í Eyj­um var um karldýr að ræða sem var tæp­lega fimm metr­ar að lengd, en norðsnjáldr­ar geta orðið um 1,5 tonn á þyngd. Sýni hafa verið tek­in úr dýr­inu, sem verða rann­sökuð á veg­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Haus­inn hef­ur verið fjar­lægður af dýr­inu og verður sníkju­dýr sem fannst í höfði þess rann­sakað sér­stak­lega. Haus­inn er frem­ur lít­ill og frammjór eins og sjá má af mynd­inni. Karldýr svín­hvela eru með tvær tenn­ur, en kýrn­ar eru tann­laus­ar.

Talið er að fimm teg­und­ir svín­hvela sé að finna í N-Atlants­hafi og er norðsnjáldri sá eini sem hef­ur fund­ist við Ísland. Lítið er vitað um út­breiðslu og fjölda norðsnjáldra.

Mbl.is greindi frá