Já, þannig hugsar maður þegar farið var að auglýsa 1. Des kaffið, eins og það hét í þá gömlu góðu daga. Í dag heitir þetta líknarkaffi og er tilgangurinn með því í dag sá sami og var, að safna peningum til kaupa á tækjum og tólum á Heilbrigðisstofnunina okkar hér í bæ. Til gamans má geta að þann 21. nóvember síðastliðinn afhenti kvenfélagið Líkn fjögur tæki til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Í Vestmannaeyjum að andvirði 2,7 milljónir. Í áratugi hafa bæjarbúar og fyrirtæki komið í kaffi til okkar og kíkt á jólabasarinn og nú er komið að því einu sinni enn.

Líknarkaffið og basarinn verða fimmtudaginn 29. Nóvember uppí Höll frá klukkan 15-17. Eins og áður rennur ágóðinn af sölunni til kaupa á tækjum til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Í Vestmannaeyjum.

Kíkið í kaffi og styrkjið gott málefni.

Kvenfélagið Líkn