Surts­ey kem­ur vel und­an þurrkatíðinni í sum­ar og rann­sókn­ir líf­fræðinga í eynni und­an­farna daga hafa sýnt að sem fyrr er gróður­líf þar fjöl­breytt og vax­andi. Ein ný plöntu­teg­und fannst á eynni, hóffíf­ill, og tvær nýj­ar pöddu­teg­und­ir, hvann­uxi og lang­legg­ur.

Líf­fræðing­ar Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands fóru í ár­leg­an leiðang­ur til Surts­eyj­ar 14.-18. júlí þar sem litið var á land­nám plantna og dýra. Á hverju ári má merkja aukna út­breiðslu graslend­is í eynni, að því er fram kem­ur á vef Nátt­úru­fræðistofn­un­ar, en það nýt­ur góðs af öfl­ugri áburðar­gjöf máfa sem hafa hreiðrað um sig í Surts­ey.

Surts­ey var friðlýst árið 1965 og fer Um­hverf­is­stofn­un með um­sjón Surts­eyj­arfriðlands­ins. Óheim­ilt er að fara í land í Surts­ey eða kafa við eyna nema að fengnu leyfi Um­hverf­is­stofn­un­ar. Þá hef­ur eyj­an verið á heims­minja­skrá Unesco frá því í júlí 2008.

Í hinum ár­lega leiðangri Nátt­úru­fræðistofn­un­ar fannst plöntu­teg­und­in hóffíf­ill, en síðast fund­ust nýj­ar teg­und­ir árið 2015. Alls hef­ur fund­ist 61 teg­und æðplantna á lífi á eyj­unni en tvær teg­und­ir, hnjáliðagras, sem hafði vaxið á eynni í ár­araðir, og ljónslappi sem fannst nýr árið 2016, fund­ust ekki á lífi í ár.

Mbl.is greindi frá