Fyrsta barn árs­ins í Vest­manna­eyj­um fædd­ist þriðju­dag­inn 20. ág­úst. Það var stúlka, 16 merk­ur og 53 cm. Að sögn móður stúlk­unn­ar gekk fæðing­in vel og heils­ast þeim mæðgum vel.

„Ég var alltaf ákveðin í því að fæða í Eyj­um eft­ir að hafa fætt tvær dæt­ur í Reykja­vík. Það er al­veg hrika­lega leiðin­legt að þurfa að fara viku til tíu dög­um fyr­ir fæðingu til Reykja­vík­ur og bíða þar. Við fór­um tvisvar þangað í ág­úst með allt dótið til ör­ygg­is og ekk­ert gerðist. Ég vildi því fara heim og eiga barnið í Eyj­um eins og systkini mín hafa gert og dá­samað hversu gott það er að eiga barn í heima­bæ sín­um. Auk þess sem ég og pabbi henn­ar erum bæði fædd í Eyj­um,“ seg­ir Halla Björk Hall­gríms­dótt­ir og bæt­ir við að eft­ir að ljós­móðirin í Eyj­um hafi farið yfir málið hafi hún sann­færst enn frek­ar um að hún vildi eiga barnið á heima­slóðum.

„Við erum bæði mikl­ir Eyja­menn og langaði að barnið fædd­ist þar,“ seg­ir Karl Har­alds­son, faðir fyrsta barns árs­ins í Vest­manna­eyj­um. Halla Björk seg­ir að það hafi verið dá­sam­legt að fæða barnið á sjúkra­hús­inu í Eyj­um þar sem komið hafi verið fram við hana eins og drottn­ingu og það hafi verið mik­ill lúx­us að þurfa ekki að spá í því hvernig þau kæm­ust heim með börn­in.

Mbl.is greindi frá.