Ábending frá forseta bæjarstjórnar

,,Sem forseti bæjarstjórnar vil ég koma á framfæri ábendingu við frétt Eyjafrétta:
https://eyjafrettir.is/2019/09/26/baejarstjori-leggur-til-ad-haetta-vid-ad-fara-med-baejarskrifstofur-i-fiskidjuna/

Fréttin kom inn á vefsíðu Eyjafrétta í gærkvöldi. Ég tel mikilvægt að vanda fyrirsagnir og frásagnir og því langar mig góðfúslega að benda á að sú tillaga sem Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri flutti í lok bæjarstjórnarfundar í gær var fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar líkt og aðrar tillögur og bókanir. Tillagan var undirrituð af öllum í meirihluta bæjarstjórnar. Eins og fréttin var upphaflega birt og stendur enn þrátt fyrir litla lagfæringu þá er eins og um persónulega tillögu bæjarstjóra hafi verið að ræða. Ef svo hefði verið að ræða hefði hún persónulega þurft að draga hana til baka eða forseti þurft að taka tillögu hennar til atkvæðagreiðslu. Meirihluti dró því tillöguna til baka til að gefa minnihluta aukið sigrúm. Minnihluti dró jafnframt tillögu sína um frestun til baka. Bæjarstjórn kom sér svo saman um tillögu sem var samþykkt samhljóma.

Hvívetna reyni ég að vanda mig í mínum störfum og að mínu mati gefur fréttin enn ekki rétta mynd af málinu eins og það kom fyrir á fundinum enda var ekki um persónulegan tillögu bæjarstjóra að ræða.“

SeaLifeTrust

Elís Jónsson,

forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja.

Húsasmiðjan – almenn auglýsing