Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, hefur skrifað undir nýjan samning við Al-Arabi í Katar.

Hann er nú bundinn út næsta tímabil eða til 2021.

Heimir er á sínu öðru tímabili sem þjálfari Al-Arabi en Aron Einar Gunnarsson er meðal leikmanna félagsins.

Liðið er sem stendur í sjötta sæti í deildinni.

fotbolti.net greindi frá