Allt stefnir í ágætis veður í kvöld þegar þrettándahátíðin nær hámarki. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá dagsins ásamt nokkrum punktum sem er gott að hafa í huga.

Föstudagur 3. janúar

14:00-15:30 Höllin
Diskógrímuball Eyverja, Höllinni. Jólasveinninn mætir. Verðlaun verða veitt fyrir búninga og öll börn fá nammipoka frá jólasveininum.

19:00 Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka.
Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll, tónlist og margt fleira. Gangan hefst við Hánna og gengið verður upp Illugagötu, niður Höfðaveg og að malarvellinum þar sem hinar ýmsu kynjaverur heilsa upp á gesti.

00:00 Höllin, dansleikur
Þrettándadansleikur með hljómsveitinni Nýju föt keisarans.

ÍBV biður fólk að hafa eftirfarandi í huga varðandi daginn í dag:

– hátíðin hefst kl. 19:00 þegar kveikt er á ÍBV kertunum á Molda
– gengið verður Hlíðarveg, upp Illugagötu, niður Höfðaveg og þaðan á Malarvöllinn
– þeir sem að eiga bíla á gönguleiðinni vinsamlegast færið þá af götunum
– ekki er leyfilegt að vera með skotelda í göngunni og uppi á Malarvelli
– öll tröll sem eru á vegum ÍBV íþróttafélags eru innan girðingar upp á velli
– brýnum fyrir unga fólkinu að tröllin eru mörg hver mjög stór og því getur verið mjög hættulegt að hrella þau
– klæðum okkur vel í kvöld því það verður kalt