Haf­rann­sókna­stofn­un gaf í fyrra­kvöld út loðnuráðgjöf upp á tæp­lega 22 þúsund tonn. Sam­kvæmt samn­ing­um eiga Norðmenn og Fær­ey­ing­ar rétt á afla­heim­ild­um úr heim­ild­um Íslands, sem eru tals­vert um­fram þessa ráðgjöf, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Þor­steins Sig­urðsson­ar, sér­fræðings í at­vinnu­vegaráðuneyt­inu sem mbl.is greinir frá í morgunn.

Sam­kvæmt þríhliða samn­ing­um eiga Græn­lend­ing­ar 15% af loðnu­kvót­an­um við Ísland og Norðmenn 5%. Er 80% hlut­ur Íslands úr þeim samn­ingi því 17.440 tonn miðað við ráðgef­inn afla. Hlut­deild Fær­ey­inga er 5% af heild­arkvót­an­um sam­kvæmt fisk­veiðisamn­ingi Íslands og Fær­ey­inga og dregst frá heim­ild­um ís­lenskra skipa, eða um 1.080 tonn miðað við ráðgjöf­ina.

Skulda Norðmönn­um loðnu
Þyngst veg­ur ákvæði í svo­kölluðum Smugu­samn­ingi Íslend­inga og Norðmanna. Sam­kvæmt hon­um fá Norðmenn að veiða 25.600 tonn af loðnu ár­lega hér við land gegn þorskveiðum Íslend­inga í Bar­ents­hafi. Vegna loðnu­brests hér við land tvö síðustu ár voru Íslend­ing­ar komn­ir í skuld við Norðmenn. Viðræður standa yfir við þá þar sem eng­ar loðnu­veiðar voru við Ísland á þessu ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Þor­steins.