Hvaða flokkar standa undir nafni?
22. september, 2021

Í norðri sitjum við Íslendingar og horfum öfundaraugum til frænda okkar Færeyinga sem byggja upp þjóðfélagið sitt eins og enginn sé morgundagurinn.

Þar er dagskipunin „framtíðin er í dag en ekki eftir 50 ár“. Þar sitja framsýnir menn við stjórnvölinn og byggja upp innviði landsins af miklum myndarbrag.

Hér í norðri hímum við eins og niðursetningar þegar framkvæma á eitthvað en berjum okkur á brjóst þegar OECD kynnir umheiminum hvað við höfum það gott að meðaltali.

Ágætur maður sagði eitt sinn „ef þú er með annan fótinn í sjóðandi vatni en hinn í ísvatni hefur þú það þá að meðaltali gott?“ Svangt barn borðar ekki meðaltal. Það er þjóðarskömm að til sé fólk sem fer svangt í rúmið að kvöldi vegna þess hvað gæðunum er misskipt. Það er þjóðarskömm að aldraðir sem gáfu okkur þetta þjóðfélag með svita vinnu sinnar skuli ekki ná endum saman að kvöldi hvers mánaðar. Það er þjóðarskömm að þeir sem fötlunar vegna geta ekki lagt hönd á þjóðarplóginn, fólk sem ekkert þráir heitar en að vera nýtir þjóðfélagsþegnar skuli eiga í sömu vandræðum og þeir sem gáfu okkur þetta þjóðfélag sem við erum stolt af.

Fjarlæg framtíðarsýn

Á facebook síðu sinni ritar samgönguráðherra landsins, þingmaður Suðurlands um mikilvægi þess að grafa göng frá Siglufirði í Fljót í ljós skriðufalla sem urðu ekki alls fyrir löngu. Göng til Siglufjarðar frá Ólafsfirði um Héðinsfjörð voru opnuð árið 2010. Þau eru 11 kílómetra löng. Vaðlaheiðargöng opnuðu árið 2019 en þau eru 7,4 kílómetri að lengd en samanlögð lengd þessara gangna er lengd Vestmannaeyjagangna. Vaðlaheiðagöng stytta leiðina frá Eyjafirði og austur um innan við 16 kílómetra. Göng frá Siglufirði í Fljót myndi stytta vegalengdina um 14 kílómetra. Samgönguráðherrann vill að séum alltaf með ein göng í vinnslu á hverjum tíma. Á dagskrá Vegagerðarinnar eru 7 göng, engin þeirra til Vestmannaeyja.

Í október 1965 var umferð hleypt á Keflavíkurveginn í fyrsta sinn. Í október árið 2008 eða 43 árum síðar var tvöfaldur Keflavíkurvegur vígður. Þessi 43 ár tók Keflavíkurvegurinn 66 mannslíf eða 1,5 mannslíf á ári að meðaltali. Frá 2008 hefur ekkert banaslys orðið á Keflavíkurvegi.

Milli Hveragerðis og Selfoss er vegagerð í gangi. Næstum því tvöföldun vegarins tekur þrjú ár eða 12 metra að meðaltali á dag. Samgönguráðherra gerir ráð fyrir því að tvöföldun að Markarfljóti muni taka um 20 ár. Er þetta ekki það sem við köllum Vagnhestahugsun? Hvar er stórhugurinn? Eigum við ekki að vekja færeyinginn í okkur? Hvað finnst þér lesandi góður?

Ferðast undur fölsku flaggi

Vilhjálmur Egilsson óskapaðist einhverju sinni yfir því á þingi að til væri flokkur sem héti Píratar. Hann spurði hvort eðlilegt væri að flokkar kenndu sig við eitthvað sem þeir væru ekki. Ég varð hugsi. Sjálfstæðisflokkur? Vinstri Græn? Framsóknarflokkur. Enginn þessara flokka stendur undir nafni. Enginn þeirra.

Ef einhver þeirra flokka sem í framboði er í næstu kosningum stendur undir öllum þessum nöfnum er það Viðreisn. Flokkur sem er tilbúinn að horfa til framtíðar strax í dag en ekki eftir áratugi. Flokkur sem er tilbúinn og þorir að leggja stóru málin í hendur þjóðarinnar. Flokkur sem skipar sér í hóp þeirra flokka sem hafa metnaðarfyllstu stefnuna í loftslagsmálum.

Hlustum á vilja þjóðarinnar

Lítill burstaklipptur drengur úr Skagafirðinum spígsporaði til Brussel eftir kosningarnar 2013, barði þar á dyr og kastaði inn bréfi þar sem hann afþakkaði að haldið yrði áfram viðræðum um hugsanlega aðkomu Íslands að Evrópusambandinu. Rétt eins og þegar kerlingin kastaði sálinni hans Jóns inn í himnaríki kastaði burstakollurinn að norðan lýðræðissál sinni fyrir róða. Hugmynd þeirra lýðræðisafla sem hófu ferlið var sú, að kynna kosti og galla Evrópusambandisins fyrir landsmönnum og leyfa þeim kjósa um hvort ganga skyldi í sambandið. Lýðræðisást drenghnokkans frá Skagafirði var ekki meiri en svo, að hann gat ekki hugsað sér að leyfa þjóðinni taka þá ákvörðun. Hann var lýðræðið. Þessi umræða og margar aðrar sem betur ættu heima í faðmi þjóðarinnar munu halda áfram að bögga okkur um ókomin ár nema við tökum af skarið og hlustum á vilja þjóðarinnar.

Umhverfisinnar í orði en umhverfissóðar á borði

Einn þeirra flokka sem ferðast undir fölsku flaggi kallar sig Vinstri Græn. Æjá, þetta er flokkurinn sem barðist fyrir stóriðju á Bakka við Húsavík. Þvílík hamingja. Loksins var formaður hins græna flokks lítilmagnans búinn að fá stóriðju við bæjardyr heimahaganna þar sem hann hafði búið um áratuga skeið svo hann fengi nú sperðling frá þjóðinni til að borga fyrir sitt sanna heimili í henni Reykjavík. Hamingjan reyndist skammvin þegar í ljós kom að græna verksmiðjan notaði 60 þúsund tonn af kolum á ári.

Sami flokkur notaði tækifærið þegar sest var að kjötkötlunum í upphafi þessa kjörtímabils og kom gamalgrónu fyrirtæki austur á Fljótsdalshéraði, Barra, fyrir kattarnef, fyrirtæki sem framleiddi um 5 milljónir trjágræðlinga á ári. Einhversstaðar las ég að trén væru lungu jarðarinnar. Án þeirra yrði lítið um líf á henni jörð. Grænn flokkur hefði frekar bætt í og margfaldað framleiðslu Barra svo við gætum barið okkur á brjóst og sagt við heiminn: „Sjáiði hvað við gerum“.

Það er lítið eftir af græna hlutanum af Vinstri Grænum. Í Danmörku er líka til flokkur sem heitir Vinstri. Sá er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins og miðað við atgerfi VG síðustu fjögur ár líklega nátengdur þessum nafna sínum.

Hvað á ég að kjósa?

Allt það sem á undan er sagt eru staðreyndir sem almenningur þekkir. Með því að kjósa einhvern stjórnarflokkanna ertu að kjósa óbreytt ástand.

Hvernig væri að gefa ferskum blæ tækifærið og kjósa sannan framsóknarflokk? Sannan sjálfstæðisflokk? Sannan umhverfisflokk. Gefum framtíðinni tækifæri.

Sýnum þor og setjum x-ið fyrir framan C. Kjósum Viðreisn!

 

Alfreð Alfreðsson

 

Höfundur skipar 17. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
1. maí blað Drífanda
1. maí blað Drífanda

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst